Námskeið fyrir viðbragðsaðila

  • Forgangsakstur

    Forgangsakstur 4 tímar - fyrirlestur

    Námskeið um forgangsakstur fyrir alla viðbragðsaðila.

    Námskeiðið er bóklegt og er farið yfir helstu atriði sem snúa að forgangsakstri eins og lög og reglur, aðferðafræði og aksturstækni.

    Kennt með fyrirlestri og myndböndum.

  • Forgangsakstur - slökkvilið

    AMF fyrir slökkvilið 16 tímar

    Bóklegt og verklegt námskeið í forgangsakstri fyrir slökkviliðsmenn.

    Námskeiðið er 2 dagar og er farið yfir helstu atriði sem snúa að forgangsakstri eins og lög og reglur, aðferðafræði og aksturstækni.

    Námskeiðið inniheldur verklega þjálfun í forgangsakstri í umferð sem kennd er á fólksbíl.

    Einnig eru settar upp aksturleikni æfingar sem framkvæmdar eru á stærri bílum.

  • Forgangsakstur - sjúkraflutningar

    AMF fyrir sjúkraflutninga 16 tímar

    Bóklegt og verklegt námskeið í forgangsakstri fyrir sjúkraflutningamenn.

    Námskeiðið er 2 dagar og er farið yfir helstu atriði sem snúa að forgangsakstri eins og lög og reglur, aðferðafræði og aksturstækni.

    Námskeiðið inniheldur verklega þjálfun í forgangsakstri í umferð auk aksturleikniæfinga á æfingasvæði.

  • Forgangsakstur - heilbrigðisstarfsmenn

    AMF fyrir helbrigðisstarfsmenn 8 tímar

    Bóklegt og verklegt námskeið í forgangsakstri fyrir heibrigðisstarfsmenn sem þurfa að aka á forgangi til að sinna útköllum.

    Námskeiðið hentar einnig öðrum viðbragðsaðilum sem aka forgangangsakstur vegna útkalla t.d þyrluáhafnir LHG.

    Námskeiðið er 2 dagar og er farið yfir helstu atriði sem snúa að forgangsakstri eins og lög og reglur, aðferðafræði og aksturstækni.

    Námskeiðið inniheldur verklega þjálfun í forgangsakstri í umferð sem kennd er á fólksbíl.

  • Skyndihjálp fyrir slökkviliðsmenn

    Skyndihjálp fyrir slökkvilið

    Skyndihjálparnámskeið fyrir slökkviliðsmenn.

    Hægt að velja um kvöldnámskeið eða heilan dag.

    Námskeiðið er sniðið að störfum slökkviliðsmanna og viðbrögð við atvikum sem geta komið upp í slökkvistarfi. Einnig er farið yfir þann sjúkrabúnað sem finna má í tækjum slökkviliðsins og farið yfir notkun hans.

  • Straumvatnsbjörgun - kafarar

    Straumvatnsnámskeið fyrir kafara

    Viðbargðsaðilar sem sinna leitar eða björgunarköfun eru oft kallaðir til vegna verkefna í straumvatni.

    Leiðbeinendur Neyðarþjálfunar hafa haldið námskeið fyrir köfunarhópa viðbragðsaðila og er þar lögð áhersla á að samþætta verklag við köfun og straumvatnsbjörgun til að tryggja öryggi og skilvirkni.

  • Straumvatnsbjörgun

    Straumvatnsbjörgun fyrir viðbragðsaðila

    Leiðbeinendur Neyðarþjálfunar hafa komið að þjálfun og fræðslu til ýmissa viðbragðsaðila um straumvatnsbjörgun.

    Við getum bæði boðið upp á fyrirlestra um hættur í og við straumvatn og hvernig má fyrirbyggja óhöpp, en einnig höfum við haldið lengri námskeið með verklegri þjálfun í vatni.

    Útfærsla fer eftir óskum viðbragðsaðila.

  • Sérsniðin námskeið

    Sérsniðin námskeið

    Upptalning þeirra námskeiða sem sjá má hér á síðunni er langt frá því að vera tæmandi. Við höfum breiða þekkingu og getum sérsniðið námsefni að þörfum hvers og eins.