Um okkur

Neyðarþjálfun ehf var stofnað árið 2025. Eigendur fyrirtækisins eru sjúkraflutningamennirnir Björgvin Óli Ingvarsson og Sigurjón Bergsson.

Áður höfðu þeir starfað saman um árabil við kennslu á ýmsum námskeiðum tengdum skyndihjálp, öryggi í krefjandi aðstæðum og fræðslu og þjálfun viðbragðsaðila.

Neyðarþjálfun bíður upp á fjölbreytt úrval námskeiða fyrir almenning, fyrirtæki og viðbragðsaðila.

Leiðbeinendur Neyðarþjálfunar eru með áralanga reynslu af kennslu og þjálfun auk þess að vera starfandi innan viðbragðs- og heilbrigðisgeiranns.

Við bjóðum upp á leiðbeinendur með breiða þekkingu og reynslu úr heilbrigðiskerfinu en einnig aðstæðum þar sem langt er í aðstoð og öryggis áskoranir meiri.

Allir okkar leiðbeinendur eru með gild leiðbeinendaréttindi í sínu fagi frá viðurkenndum samtökum.

Björgvin Óli Ingvarsson og Sigurjón Bergsson