Straumvatn og bátar

  • Öryggi við straumvatn

    Öryggi við straumvatn 4 tímar

    Stutt kynning á helstu hættum í kringum straumvatn og hvernig má forðast þær.

    Námskeiðið er mest fyrirlestur en einnig eru verklegar æfingar í notkun kastlínu og björgunarhringja frá bakka.

    Tilvalið fyrir starfsmenn vatnsaflsvirkjana, vísindastofnana og aðra sem stafa nálægt straumvatni

  • Vinna við straumvatn

    Vinna við straumvatn 8 tímar

    Bóklegt og verklegt námskeið þar sem farið er yfir helstu hættur í kringum straumvatn og hvernig má forðast þær.

    Einnig er verkleg þjálfun í sundtækni og notkun kastlínu sem er hugsað til að einstaklingur geti brugðist rétt við ef hann fellur í straumvatn.

    Tilvalið fyrir starfsmenn vatnsaflsvirkjana, vísindastofnana og aðra sem stafa nálægt straumvatni

  • Straumvatnsbjörgun

    Straumvatnsbjörgun 12 tímar

    Námskeið ætlað þeim sem vinna í miklu návígi við straumvatn eða þurfa jafnvel að fara út í ár í einhverjum tilvikum.

    Bóklegt og verklegt námskeið þar sem farið er yfir helstu hættur í kringum straumvatn og hvernig má forðast þær.

    Mikil áhersla lögð á sundtækni og byggð upp geta til sunds í hröðum straumi.

    Einnig er farið ítarlega í tækni til félagabjörgunar og vaðtækni.

    Tilvalið fyrir starfsmenn vísindastofnana sem fást við vatnamælingar, starfsfólk vatnsaflsvirkjana og aðra sem stafa nálægt straumvatni


  • Slöngubátar

    Notkun slöngubáta 8 tímar

    Leiðbeinendur Neyðarþjálfunar hafa áratuga reynslu af notkun slöngubáta við ýmis björgunarstörf.

    Við bjóðum upp á þjálfun í notkun og umgengni slöngubáta við allar aðstæður, á sjó vötnum og straumvatni.