Tryggvi Hjörtur Oddsson

Tryggvi Hjörtur Oddsson

Tryggvi hóf störf á vettvangi viðbragðsaðila árið 2007 þegar hann byrjaði í björgunarsveit. Árið 2013 hóf hann störf á bráðamóttöku Landspítala þar sem hann starfaði um árabil.

Hann er með BS-próf í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri og hefur lokið diplómanámi í bráðahjúkrun. Á starfsferli sínum hefur Tryggvi gegnt ýmsum ábyrgðarstöðum innan neyðar- og björgunarkerfisins. Hann hefur m.a. verið formaður Björgunarfélags Árborgar, starfað sem vaktstjóri og síðar aðstoðardeildarstjóri á bráðamóttöku Landspítala. Þá hefur hann sinnt starfi neyðarvarnafulltrúa hjá Rauða krossi Íslands.

Tryggvi starfar í dag sem sérfræðingur á sóttvarnasviði hjá Embætti landlæknis. Hann hefur mikla reynslu af skipulagi, framkvæmd og þróun viðbragðsstarfa, jafnt á vettvangi sem innan stjórnsýslu.

Hann hefur enn fremur lokið leiðbeinendanámi í fyrstu hjálp og skyndihjálp hjá SL/RKÍ (2020) ásamt leiðbeinendaréttindum frá Wilderness Medical Associates (2017). Tryggvi hefur um árabil kennt fjölbreytt námskeið fyrir almenning og björgunarsveitir, m.a. í fyrstu hjálp í óbyggðum, og tekið þátt í þjálfun og endurmenntun leiðbeinenda í fyrstu hjálp.

Helsta menntun og réttindi:

  • EMT-B – Emergency Medical Technician – Basic

  • WEMT – Wilderness Emergency Medical Technician

  • BS – Hjúkrunarfræði, Háskólinn á Akureyri

  • Diplóma – Bráðahjúkrun

Leiðbeinendaréttindi:

  • Leiðbeinendaréttindi í fyrstu hjálp og skyndihjálp, SL/RKÍ – 2020

  • Instructor certification, Wilderness Medical Associates – 2017

Leiðbeinandi

tryggvi@neydarthjalfun.is