Sigurjón Bergsson

Sigurjón Bergsson

Sigurjón Bergsson er annar eigenda og stofnenda Neyðarþjálfunar.

Sigurjón hóf störf á vettvangi viðbragðsaðila árið 2007 þegar hann gekk til liðs við Björgunarfélag Árborgar. Hann starfar í dag sem sjúkraflutningamaður og hefur sinnt því starfi frá árinu 2016.

Á þessum tíma hefur Sigurjón öðlast víðtæka reynslu í bráðaþjónustu utan spítala og björgunarstörfum bæði í byggð og óbyggðum. Hann hefur komið að fjölbreyttum verkefnum innan björgunarsveita og sjúkraflutninga og tekið þátt í þjálfun og kennslu viðbragðsaðila, meðal annars hjá Sjúkraflutningaskólanum.

Auk þess hefur hann tekið þátt í skipulagningu og kennslu á skyndihjálparnámskeiðum fyrir fjölmörg fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög.

Sigurjón er með BA-próf í lögfræði frá Háskólanum á Akureyri og stundar nú meistaranám í lögfræði. Hann hefur jafnframt tekið virkan þátt í faglegu starfi í þágu viðbragðsaðila og gegnir embætti varaformanns Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.

Helsta menntun og réttindi á sviði viðbragðsaðila:

  • WFR – Wilderness First Responder

  • EMT-B – Emergency Medical Technician – Basic

  • EMT-A – Emergency Medical Technician – Advanced

  • ILS – Immediate Life Support

  • EPILS – European Paediatric Immediate Life Support

Leiðbeinendaréttindi:

  • Leiðbeinendanámskeið í fyrstu hjálp og skyndihjálp, SL/RKÍ – 2018

Stofnandi - Stjórnarformaður

sigurjon@neydarthjalfun.is