Símenntun
Það er fátt leiðinlegra en að sitja sama námskeiðið ár eftir ár.
Þess vegna höfum við þróað með viðskiptavinum okkar símenntunaráætlanir til að viðhalda þekkingu auk þess að bæta nýrri þekkingu við.
Algeng útfærsla er að við hittum starfsmannahópinn árlega með 3-4 tíma námskeið.
Fyrri hlutinn er upprifjun á grunnatriðum skyndihjálpar og verkleg endurlífgun.
Seinni hlutinn er þá nýtt viðfangsefni milli ára, valið í samráði við hópinn.
Oft eru viðfangsefnin tengd atvikum sem hafa komið upp eða breytingar innan vinnustaðar kalla á sérstaka þjálfun.
Með þessu móti breikkar þekking starfsmannahópsins meira en að endurtaka sama námskeiðið á tveggja til þriggja ára fresti eins og algengt er með hefðbundin námskeið. Einnig tryggir árleg símenntun að mikilvægir grunnþættir eins og endurlífgun haldist í fersku minni og þekking á þeim þáttum styrkist milli ára.