Rafal Figlarski

Rafal Figlarski

Rafal hóf feril sinn í Póllandi þar sem hann lauk tveggja ára diplómanámi sem bráðatæknir árið 1997. Í kjölfarið hlaut hann þjálfun hjá pólska hernum og sinnti þar herskyldu í 15 mánuði.

Hann flutti til Íslands árið 1999. Árið 2006 hóf hann störf sem sjúkraflutningamaður hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands og árið 2007 gekk hann til liðs við Brunavarnir Árnessýslu.

Hann starfar í dag sem bráðatæknir (EMT-P) og varðstjóri hjá HSU.

Á ferlinum hefur Rafal öðlast víðtæka reynslu á sviði bráðaþjónustu og viðbragðsaðila og hefur tekið þátt í fjölbreyttum útköllum innan sjúkraflutninga og slökkviliðs. Hann hefur lokið bæði fornámi slökkviliðsmanna og atvinnunámi slökkviliðsmanna, sem styrkir faglega hæfni hans á sviði eldvarna- og björgunarstarfa.

Samhliða störfum sínum hefur Rafal tekið virkan þátt í fræðslu- og kennslustarfi.Hann hefur kennt fyrir Sjúkraflutningaskólann og haldið skyndihjálparnámskeið frá árinu 2007, bæði á íslensku og pólsku.

Helsta menntun og réttindi á sviði viðbragðsaðila:

  • EMT-B – Emergency Medical Technician – Basic

  • EMT-I – Emergency Medical Technician – Intermediate

  • EMT-P – Emergency Medical Technician – Paramedic

  • ILS – Immediate Life Support

  • EPILS – European Paediatric Immediate Life Support

  • Fornám slökkviliðsmanna

  • Atvinnunám slökkviliðsmanna

Leiðbeinendaréttindi:

  • Leiðbeinendaréttindi í skyndihjálp, RKÍ – 2007

Leiðbeinandi

rafal@neydarthjalfun.is