Akstur og öryggi á fjöllum

  • Jeppanámskeið

    Jeppanámskeið 6 tímar - Grunnur

    Námskeið fyrir þá sem vinnu sinnar vegna þurfa að aka jeppum en hafa lítinn sem engan grunn í notkun þeirra.

    Hér er farið yfir grunnatriði um notkun og virkni jeppa og farið yfir hagnýtar sjálfsbjargaraðgerðir eins og dekkjaskipti, dekkja viðgerðir, og hvernig draga skal bíla.

    Tilvalið fyrir starfsfólk virkjana, veitu- og vísindastofnana.

  • Jeppanámskeið

    Akstur og leiðarval 8 tímar - Sumar aðstæður

    Framhaldsnámskeið fyrir þá sem hafa lokið grunn- jeppanámskeiði.

    Farið yfir aksturstækni og leiðarval á hálendisvegum. Einnig er farið yfir leiðarval og tækni við akstur yfir ár.

    Námskeiðið er að mestu leiti verklegt og kennt þar sem viðunandi aðstæður finnast hverju sinni.

    Tilvalið fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu eða virkjana, veitu- og vísindastofnana.

  • Breyttir jeppar

    Jeppanámskeið 12 tímar - Breyttir jeppar

    Námskeið fyrir þá sem vinnu sinnar vegna þurfa að aka mikið breyttum jeppum(38” +) en hafa lítinn sem engan grunn í notkun þeirra.

    Hér er farið yfir grunnatriði um notkun og virkni jeppa og sérstaklega þann búnað sem finna má í breyttum jeppum.

    Einnig er farið yfir hagnýtar sjálfsbjargaraðgerðir eins og dekkjaskipti, dekkja viðgerðir, affelgun og hvernig draga skal bíla bæði með kaðli og spili.

    Farið í æfingaferð í nágrenni kennslustaðar til að prufa virkni og notkun.

    Tilvalið fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu eða virkjana, veitu- og vísindastofnana.

  • Jeppanámskeið í snjó

    Akstur í snjó 8 tímar - Breyttir jeppar

    Framhaldsnámskeið fyrir þá sem hafa lokið Jeppanámskeiði fyrir breytta jeppa.

    Farið yfir aksturstækni í snjó, úrhleypingar og leiðarval.

    Námskeiðið er að mestu leiti verklegt og kennt þar sem viðunandi aðstæður finnast hverju sinni.

    Tilvalið fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu eða virkjana, veitu- og vísindastofnana.


  • Dekkjaviðgerðir

    Dekkjanámskeið 4 tímar

    Verklegt námskeið fyrir þá sem hafa grunn í jeppamennsku en langar að læra eða rifja upp helstu trix þegar kemur að dekkjareddingum á fjöllum.

    Farið yfir affelganir, bognar felgur, tappa og rifur og fleira sem upp getur komið.

    Námskeiðið er alfarið verklegt og útvegar Neyðarþjálfun allan búnað og verkfæri

  • Fjarskiptanámskeið

    Fjarskipti 4 tímar

    Námskeið fyrir þá sem nota fjarskipti í sínum störfum.

    Mest áhersla á TETRA fjarskipti en einnig farið yfir VHF.

    Farið er yfir uppbyggingu fjarskiptakerfa og virkni þeirra. Hvaða lausnir er hægt að nýta þegar samband er lélegt.

    Einnig farið yfir notkun talstöðva og samskiptareglur í fjarskiptum.

  • Notkun GPS

    GPS og akstur í slæmu skyggni 4 tímar

    Námskeið um GPS tæki og notkun þeirra til leiðsagnar í óbyggðum.

    Verklegar æfingar í blindakstri eftir GPS til að æfa viðbrögð við akstur í slæmu skyggni.

  • Sérsniðin námskeið

    Sérsniðin námskeið

    Við getum sérsniðið námskeið fyrir hvaða starfsemi sem er. Við höfum breiða þekkingu og höfum sett saman fjölmargar gerðir af námskeiðum fyrir okkar viðskiptavini.

    Hægt er að sérsníða námskeið sem sameina marga af þeim efnisþáttum sem boðið er upp á í öðrum námskeiðum okkar.

    Ef óskað er eftir fræðslu á sviði ferðamennsku til fjalla sem ekki er minnst á í öðrum námskeiðum er ekkert mál að bregðast við því.