Ingunn María Haraldsdóttir
Ingunn hóf fyrst störf á vettvangi viðbragðsaðila árið 2011 þegar hún gekk til liðs við Björgunarsveitina Þorbjörn í Grindavík. Árið 2018 flutti hún sig yfir til Björgunarfélags Árborgar, þar sem hún hefur síðan tekið virkan þátt í björgunar- og viðbragðsstarfi.
Ingunn starfar í dag sem sjúkraflutningamaður hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands og hefur sinnt því starfi frá árinu 2018. Á ferlinum hefur hún tekið þátt í fjölda útkalla innan sjúkraflutninga og björgunarsveita og þannig byggt upp fjölbreytta reynslu í fyrsta viðbragði, bæði í byggð og óbyggðum.
Samhliða störfum sínum hefur Ingunn komið að kennslu á sviði fyrstu hjálpar, bæði innan björgunarsveita sem og til fyrtækja og stofnana.
Helsta menntun og réttindi á sviði viðbragðsaðila:
WFR – Wilderness First Responder
EMT-B – Emergency Medical Technician – Basic
EMT-A – Emergency Medical Technician – Advanced
WEMT – Wilderness Emergency Medical Technician
ILS – Immediate Life Support
EPILS – European Paediatric Immediate Life Support
SRT – Swiftwater Rescue Technician
Leiðbeinendaréttindi:
Leiðbeinendaréttindi í fyrstu hjálp og skyndihjálp, SL / RKÍ – 2020
Leiðbeinandi
ingunn@neydarthjalfun.is