Skyndihjálp 4 tímar

Fyrir starfsfólk á hótelum og gististöðum

Þetta námskeið er ætlað starfsfólki hótela og gististaða.

Gestir gististaða leita í mörgum tilfellum fyrst til starfsfólks ef upp koma alvarleg atvik eða veikindi. Því er mikilvægt að starfsfólk hafi þekkingu á einkennum alvarlegra veikinda og geiti brugðist rétt við.

Fyrri hluti námskeiðs er hefðbundinn grunnur í skyndihjálp en seinni hluti með sérstaka áherslu á algeng bráðaveikindi og viðbrögð við þeim.

Efnistök námskeiðs eru eftirfarandi:

  • Aðkoma og mat á aðstæðum

  • Hringja í 112

  • Endurlífgun fullorðinna

  • Aðskotahlutur í öndunarvegi

  • Yfirlið

  • Sykursýki

  • Flog

  • Brjóstverkur

  • Heilablóðfall

  • Áverkar og sár

    Þetta er grunnuppbygging námskeiðsins en hægt er að aðlaga það eftir þörfum.

Skyndihjálp fyrir hótel