Skyndihjálp 4 tímar / 8 tímar

Fyrir fólk sem vinnur eða ferðast á hálendinu

Þetta námskeið er ætlað fyrir fólk sem vinnur eða ferðast á hálendinu.

Námskeiðið er hugsað fyrir aðstæður þar sem langt er í aðstoð og viðbrögð á staðnum skipta öllu máli.

Námskeiðin eru í boði í 4 tíma og 8 tíma útgáfu.

4 tíma námskeið:

Fyrri hluti námskeiðs er hefðbundinn grunnur í skyndihjálp en seinni hluti með sérstaka áherslu á viðbrögð við veikindum og óhöppum þar sem langt er í aðstoð og hvernig hægt er að flytja sjúkling á móti viðbragðsaðilum.

Efnistök námskeiðs eru eftirfarandi:

  • Aðkoma og mat á aðstæðum

  • Hringja í 112

  • Endurlífgun fullorðinna

  • Ofkæling

  • Stoðkerfisáverkar

  • Áverkar og sár

  • Móttaka þyrlu

8 tíma námskeið:

Fyrri hluti námskeiðsins er sá sami og 4 tíma námskeiðið en til viðbótar er farið yfir eftirfarandi þætti:

  • Spelkur og fatlar - verklegt

  • Sár og áverkar - verklegt

  • Pökkun og flutningur ofkældra - verklegt

  • Flutningsaðferðir slasaðra - verklegt

    Þetta er grunnuppbygging námskeiðsins en hægt er að aðlaga það eftir þörfum.

Skyndihjálp - hálendi