Endurmenntun atvinnubílstjóra

Neyðarjálfun er viðurkenndur námskeiðshaldari hjá Samgöngustofu fyrir endurmenntun atvinnubílstjóra.

Við bjóðum upp á 7 klst. skyndihjálparnámskeið sem er sniðið að starfi atvinnubílstjóra og tekur á ýmsum þáttum sem upp geta komið í tengslum við þeirra störf.

Skyndihjálp flokkast sem verklegt endurmnenntunarnámskeið, en skylt er að hafa að lágmarki 1 af 5 námskeiðum verklegt til að viðhalda atvinnuréttindum.

Við getum skipulagt námskeið fyrir hópa og vinnustaði en stefnum ekki að námskeiðshaldi fyrir einstaklinga að svo stöddu.

Einstaklingum og minni hópum bendum við á að hafa samband við Ökuland en eigendur Neyðarþjálfunar hafa í yfir áratug séð um skyndihjálparkennslu fyrir Ökuland sem sérhæfir sig í meiraprófi og endurmenntun atvinnubílstjóra.

Ökuland, sem einnig er viðurkenndur námskeiðshaldari á vegum Samgöngustofu, bíður upp á fjölmörg námskeið til endurmenntunar atvinnubílstjóra, þar með talið skyndihjálp sem kennd er af Neyðarþjálfun.

okuland.is
Endurmenntun atvinnubílstjóra