Skyndihjálp 4 tímar
Fyrir starfsfólk á veitingastöðum og mötuneytum
Þetta námskeið er ætlað fyrir starfsfólk veitingastaða og mötuneyta.
Námskeiðið er hugsað fyrir starfsfólk í eldhúsi ásamt starfsfólki í þjónustustörfum.
Fyrri hluti námskeiðs er hefðbundinn grunnur í skyndihjálp en seinni hluti með sérstaka áherslu á viðbrögð við bráðum veikindum og óhöppum eins og bráðaofnæmi eða aðskotahlut í öndunarvegi. Einnig er farið yfir slys sem geta orðið í eldhúsum eins og brunasár, skurðir og blæðingar.
Efnistök námskeiðs eru eftirfarandi:
Aðkoma og mat á aðstæðum
Hringja í 112
Endurlífgun fullorðinna
Aðskotahlutur í öndunarvegi, börn og fullorðnir
Bráðaofnæmi
Brunar og brunasár
Blæðing
Skurðir og sár
Þetta er grunnuppbygging námskeiðsins en hægt er að aðlaga það eftir þörfum.