Skyndihjálp 4 tímar
Fyrir fólk sem vinnur með börnum
Þetta námskeið er ætlað fólki sem vinnur með börnum á öllum aldri.
Fyrri hluti námskeiðs er hefðbundinn grunnur í skyndihjálp en seinni hluti með sérstaka áherslu á vinnu með börnum og viðbrögð við þeim vandamálum sem þar geta komið upp.
Efnistök námskeiðs eru eftirfarandi:
Aðkoma og mat á aðstæðum
Hringja í 112
Endurlífgun fullorðinna
Endurlífgun barna
Aðskotahlutur í öndunarvegi
Bráðaofnæmi
Flog
Áverkar og sár
Þetta er grunnuppbygging námskeiðsins en hægt er að aðlaga það eftir þörfum