Björgvin Óli Ingvarsson

Björgvin Óli Ingvarsson

Björgvin Óli er annar eigenda og stofnenda Neyðarþjálfunar.

Hann hefur starfað á vettvangi viðbragðsaðila frá árinu 2005 þegar hann gekk til liðs við Björgunarfélag Árborgar. Í dag starfar hann sem sjúkraflutningamaður hjá HSU á Selfossi og hefur sinnt því starfi frá árinu 2012.

Á ferli sínum hefur hann sérhæft sig á fjölmörgum sviðum. Má þar nefna straumvatnsbjörgun, bæði með mótorbátum og með tæknilegri línuvinnu. Þá hefur hann víðtæka reynslu af fjallamennsku, einkum á jeppum og snjóbílum, en einnig á fjallaskíðum og í almennri fjallamennsku. Mesta sérhæfing hans er þó í bráðaþjónustu utan spítala, sem hefur verið hans aðalstarf um árabil, bæði í byggð og í óbyggðum.

Samhliða störfum sínum hefur Björgvin tekið virkan þátt í kennslu og þjálfun innan sinna sérsviða fyrir viðbragðsaðila um allt land frá árinu 2014. Má þar nefna kennslu fyrir Björgunarskóla Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Mennta- og starfsþróunarsetur Lögreglunnar og Sjúkraflutningaskólann, þar sem hann hefur kennt verklega þætti frá árinu 2023. Auk þess hefur hann skipulagt og kennt skyndihjálp og önnur öryggisnámskeið fyrir fjölmörg fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög.

Björgvin er einnig húsasmíðameistari og byggingariðnfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur því góða þekkingu á mannvirkjagerð og framkvæmdum af ýmsum toga, allt frá íbúðarhúsum til vatnsaflsvirkjana.

Helsta menntun og réttindi á sviði viðbragðsaðila:

  • WFR – Wilderness First Responder

  • EMT-B – Emergency Medical Technician – Basic

  • EMT-I – Emergency Medical Technician – Intermediate

  • ILS – Immediate Life Support

  • EPILS – European Paediatric Immediate Life Support

  • WALS – Wilderness Advanced Life Support

  • SRT-A W&R – Swiftwater Rescue Technician Advanced (Water & Rope)

  • RVW – Rescue from Vehicle in Water

  • AMF ÍS – Akstur með forgangi (ísakstursnámskeið)

Leiðbeinendaréttindi:

  • SRT – Swiftwater Rescue Technician Instructor, Rescue3 Europe – 2014

  • Leiðbeinendanámskeið í fyrstu hjálp og skyndihjálp, SL/RKÍ – 2015

  • SRT-A – Swiftwater Rescue Technician Advanced Instructor, Rescue3 Europe – 2016

  • AMF þjálfararéttindi – Akstur með forgangi, MSL og Norski lögregluháskólinn – 2018

  • RVWRescue from Vehicle in Water Instructor, Rescue3 Europe – 2018

  • IT – Instructor Trainer, Rescue3 Europe – 2021

Stofnandi - Framkvæmdastjóri

bjorgvin@neydarthjalfun.is