Ágúst Ingi Kjartansson
Ágúst hóf störf hjá Björgunarfélagi Árborgar árið 2005 og hefur verið virkur innan björgunarsveitarstarfs síðan. Hann hefur gegnt ýmsum ábyrgðarstöðum innan sveitarinnar, þar á meðal starfi formanns um nokkurra ára skeið. Þá hefur hann stýrt faghópum á borð við undanfara, fjallabörgun og starfar nú sem hópstjóri straumvatns- og bátahóps sveitarinnar.
Ágúst starfar sem kerfisstjóri hjá Landspítalanum. Auk þess rekur hann fyrirtækið SarLog, sem sérhæfir sig í skráningu og utanumhaldi fyrir viðbragðsaðila.
Hann hefur víðtæka reynslu af fjallamennsku, fjallabjörgun og snjóflóðavinnu og hefur tekið þátt í fjölbreyttum verkefnum á sviði björgunar í fjalllendi, jafnt í byggð sem óbyggðum. Þá hefur Ágúst einnig sérhæft sig í straumvatnsbjörgun og ísbjörgun, bæði í þjálfun og útköllum.
Ágúst hefur kennt tugi námskeiða fyrir björgunarsveitir og viðbragðsaðila um allt land frá árinu 2014.
Helsta menntun og réttindi á sviði viðbragðsaðila:
WFR – Wilderness First Responder
EMT-B – Emergency Medical Technician – Basic
SRT-A – Swiftwater Rescue Technician – Advanced
RVW – Rescue from Vehicle in Water
Swiftwater paddle boat handling
Fagnámskeið í fjallamennsku
Fagnámskeið í snjóflóðum
Fagnámskeið í ferðamennsku og rötun
Rigging for Rescue
Ísbjörgun
Leiðbeinendaréttindi:
SRT – Swiftwater Rescue Technician Instructor, Rescue 3 Europe – 2014
SRT-A – Swiftwater Rescue Technician Advanced Instructor, Rescue 3 Europe – 2016
RVW – Rescue from Vehicle in Water Instructor, Rescue 3 Europe – 2018
Fjallabjörgun – leiðbeinandi, SL – 2015
Fjallamennska – leiðbeinandi, SL – 2013
Ferðamennska og rötun – leiðbeinandi, SL – 2015
Ísbjörgun – leiðbeinandi, Rescue 3 Europe – 2024
IT – Instructor Trainer, Rescue 3 Europe – 2021
Leiðbeinendaþjálfari í fjallabjörgun, SL – 2020
Leiðbeinandi
agust@neydarthjalfun.is