Námskeið í fyrstu hjálp frá Björgunarskóla SL

  • Fyrsta hjálp - 2 tímar

    Fyrsta hjálp fyrir almenning - 2 tímar

    Stutt námskeið þar sem farið er yfir endurlífgun og notkun AED hjartastuðtækja. Fyrirlestrar og verklegar æfingar

  •  Fyrsta hjálp - 4 tímar

    Fyrsta hjálp fyrir almenning - 4 tímar

    Stutt námskeið þar sem farið er yfir grunnþætti fyrstu hjálpar.

    Á námskeiðinu er m.a. farið í aðkomu að slysi, endurlífgun og notkun á hjartastuðtæki, stöðvun blæðinga og fyrstu meðferð við brotum og sárum.

  • Fyrsta hjálp - 8 tímar

    Fyrsta hjálp fyrir almenning - 8 tímar

    Dagsnámskeið þar sem farið er ítarlega í marga þætti fyrstu hjálpar.

    Á námskeiðinu er m.a. farið í aðkomu að slysi, endurlífgun og notkun á hjartastuðtæki, stöðvun blæðinga og fyrstu meðferð við brotum og sárum. Einnig er fjallað um einkenni og viðbrögð við algengum sjúkdómum.

  • Fyrsta hjálp - 12 tímar

    Fyrsta hjálp fyrir almenning - 12 tímar

    Tveggja daga námskeið þar sem farið er ítarlega í flesta þætti fyrstu hjálpar.

    Á námskeiðinu er m.a. farið í aðkomu að slysi, endurlífgun og notkun á hjartastuðtæki, stöðvun blæðinga og fyrstu meðferð við brotum og sárum. Einnig er fjallað um einkenni og viðbrögð við algengum sjúkdómum.

  • Fyrsta hjálp 1

    Fyrsta hjálp 1 - 20 tímar

    Námskeiðið er ætlað björgunarsveitarfólki, ferðaþjónustu og almenningi. Hentar þeim sem dvelja eða vinna í óbyggðum.

    Þetta námskeið er talsvert frábrugðið hefðbundnu skyndihjálparnámskeiði að ýmsu leyti, m.a. eru nemendur undir það búnir að þurfa að sinna sjúklingi í töluvert lengri tíma en þyrfti í byggð ásamt því að nemendur fá þjálfun í því að undirbúa flutning og flytja slasað og veikt fólk.

    Markmiðið er að nemendur geti tekið þátt í að meta ástand sjúklinga í kjölfar veikinda og slysa ásamt því að aðstoða við meðferð og undirbúning og/eða flutning þeirra á sjúkrahús.

  • Fyrsta hjálp 2

    Fyrsta hjálp 2 - 20 tímar

    Framhaldsnámskeið í fyrstu hjálp fyrir þá sem lokið hafa Fyrstu hjálp 1. Námskeiðið er ætlað viðbragðsaðilum, s.s. björgunarsveitarmönnum og lögreglumönnum, ferðaþjónustu og almenningi.

    Námskeiðinu er ætlað að dýpka enn betur þekkingu á fyrstu hjálp og lögð áhersla á verklegar æfingar.

    Að hluta til er fjallað um fyrstu hjálp út frá þeim verkefnum sem einstaklingurinn er í þegar hann þarf að beita henni.

    Fjallað um stjórnun á slysstað og þar undir upplýsingagjöf, mikilvægi skráningar og hvað skal haft í huga ef unnið er með þyrlu LHG.

    Þá er farið dýpra í alla meðferð og athuganir þegar setið er yfir sjúklingi. Aðkoma að flugslysi er tekin fyrir svo og aðkoma að látnum.

    Síðast en ekki síst er farið í skipulag Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Almannavarna í hópslysum.